miðvikudagur, mars 1

is always better when we´re together....

we´re somewhere in between together...

ahhh hann jack minn nokkur johnson...það væri ekki amalegt að eyða kvöldstund með honum og gítarnum...

ég er gersamlega heltekin af hugmyndum um sumarið..
heltekin. eða á frummálinu, obsessed! kannski jafnvel...possessed......
ekki nóg með að hafa vakað frameftir í gær að telja aurana mína og komast að því hversu margar krónur með gati ég á þá velti ég framtíðinni fyrir mér...
það datt nefnilega epli á höfuðið mitt í gær...
EUREKA!
ég held að ég sé komin með grófa hugmynd að því hvað mig langi til að gera í BA skýrslu... ég er allavega komin með miklar pælingar um hvað mig langar til að gera eftir BA... en það ræðst víst af meðaleinkunn og þannig hlutum...ég þarf ansi mikla sjokkmeðferð ásamt 4 kílóum af góða freud duftinu til að ná útskrift á "réttum" tíma...
en ofboðslega væri nú ljúft að fara í nýtt umhverfi og læra nýtt tungumál...
ég hef reyndar aldrei verið jafn róleg í hjartanu og liðið jafnvel og mér líður í litla kotinu á suðurgötunni..en... alltaf en....
draumar um "útlönd" eru farnir að gera heldur betur vart við sig....
kannski þess vegna sem ég er obsessed á sumrinu...
ég ætti frekar að pæla í 7 ritgerðum, rannsókn og skýrslu sem ég á eftir að gera..
nei bara dagdreyma um fallega skó, stuttar buxur og brúnar freknur...
fyrir mér er sumarið bara handan við hornið, það er ekki vetur lengur, þetta frost er bara blekking. Það kom bara frost svo að ég myndi haldast inni að læra en ekki fara út að busla í sólinni.
ég fór í klst í vesturbæjarlaugina og fékk fallegt bikiní far og 14 nýjar freknur...
summer, i am ready for u :)

mig langar á coco rosie tónleikana en mér finnst 3500 kr rídikúlus verð fyrir þá, er fólk sammála?

þegar þú hnerrar og ert bara einn heima hjá þér, segiru þá -gvuðhjálpimér-?

ég segi það alltaf.
ég þori ekki að taka áhættuna á því sem gæti gerst í það skipti sem ég geri það ekki...
stelpan sem blessar sjálfan sig nokkrum sinnum á dag, ætli þetta sé röskun?

ég og arna fórum á ÍD á föstudaginn síðasta. (glöggir mogga lesendur geta séð mynd af okkur í flugunni um helgina).
þegar ég sé svona fallega vaxna dansara þá minnir það mig bara á hversu illa ég dansa, hversu stirð ég er og hversu slappir vöðvarnir mínir og líkami eru.
þá fer ég líka að pæla í hvað það er sem ég geri vel í þessu lífi....
(ekki jafn dramatíkst og það hljómar)
það er bara þannig að það er fátt í þessu lífi sem ég geri mjög vel.
í alvöru.
ég er ekki framúrskarandi námsmaður.
ég skíða ekki vel.
ég get ekki sungið.
ég get ekki samhæft danshreyfingar.
ég spila ekki á hljóðfæri.
ég tala ekki kúl tungumál...eða bara dönsku.
ég kann ekki að leika.
ég er ekki góð í neinum íþróttum.

ég er bara þessi týpa sem er ekki góð í hlutum, hef ég komist að. ég fór að spá í þetta... ég hef einfaldlega ekki metnað í að skara framúr, svoleiðis er það nú bara.
ég mun aldrei leggja meira á mig en þarf til að skara framúr. ef ég veit að ég slepp þá bara spila ég með því...
þetta er svoldið spes skal ég segja þér.

en að vera ekki í góð í neinu þýðir ekki að ég sé hæfileikalaus, neinei, ég vil meina að ég sé rosa skemmtileg og það hlýtur að vera hæfileiki útaf fyrir sig! ég er einnig hamingjusöm og bjartsýn, með það i fararteskinu þá getur það varla skipt máli þó að ég sé ekkert sérstaklega góð í neinu..
ég vona allavega að Natasuki-san muni taka þessa ræðu mína gilda þegar ég sæki um hjá honum og hann skoðar einkunnablaðið mitt.
hamingja og bjartsýni ætti að vera 3 einingakúrs, ég er viss um að ég myndi fá mjög hátt þar.

ég hlusta bara á hann gba kennara minn, "sigga mín, það eru meira en einkunnir sem skipta máli í lífinu vina mín..."
tja...
hann ætti kannski bara að éta orðin sín og hækka einkunina mína...

nýtt land á þessu ári....það er planið, allavega ný borg.....

annaK er á leiðinni, við erum að fara á Glæpir gegn diskóinu og BanThai...svaka fínt miðvikudagskvöld eftir indælan dag í lestri og miðbæjargöngutúr.

þetta blogg er svo egócentrískt að mig svimar...ég er bara ekki frá því....
enda kannski rétt að minnast á það að uppáhaldslagið mitt með Mikjál hvítum Jakson er -man in the mirror-...
en ekki hvað, vilja sálfræðingar ekki breyta heiminum með því að láta fólk horfa í spegilinn og byrja á því að breyta sjálfum sér áður en reyna að breyta heiminum?
kannski ekki sálfræðingar en svona...fólk allavega... er ekki best að byrja bara á sjálfum sér?

vá, nú halda allir að ég sé í þvílíkri sálarkreppu og sjálfsmeðferð..
mamma fer að hringja og óska eftir fundi með mér...kannski verð ég send í meðferð til eiríku frænku í boston...hmmm.... ágætis meðferð þar á ferð...

kannski...bara kannski...
ætti ég að leigja íbúðina mína út í sumar og fara til einhvers framandi lands og skrifa.. það er pæling..

myndir þú setja bók eftir siggu í jólapakkann?

svo er það annað, er þetta ekki bara blekking eins og að taka þátt í ædol, fólk veður þarna inn með svaka hugmyndir um eigin frábærleika og flauelsmjúka rödd en hvað gerist? það hljómar eins og andrés önd með kvef og bubbi fær niðurgang á þetta fólk...
það er nefnilega sannað að fólk sem er jákvætt er oft með ranghugmyndir um eigin frábærleika, þess vegna skrá svona margir sig í ædol, þetta fólk er bara jákvætt og þar með haldið þeim ranghugmyndum að það geti sungið og verið næsta dion eða bolton....
ég er jákvæð....
(afleiðingarlögmál gott fólk)

reyndar, til að halda í ranghugmyndir, j.k. nokkur rowling fékk þó nokkrar hafnanir.. nú er hún ein ríkasta kona bretlands....

kannski léleg samlíking, en svona, the point.

það getur líka hugsast að ég sé bara snar geðveik og í sálfræði til að lækna sjálfan mig....
;)

mushymushy
siggadögg
-sem er með andlegt ofnæmi fyrir svörtum skotum á djamminu-

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert góð í að skrifa pistla! ég alveg sogast inn í þá ;)

Sigga Dögg sagði...

hmm..vá..takk...
hver er briet?

Kleina sagði...

Já þú hefur semsagt ekki rekið heilan veitingastað?
Hefur ekki skipulagt og haldið partý fyrir frægt og frekt fólk?
Þú ert kannski ekki heldur klár í að skipuleggja stóra viðburði eða halda setja upp sýningar?

Hæfileikalaus með öllu minn RASS

Sigga Dögg sagði...

takk fyrir þetta steinunn mín..
ég tók einnig fram að ég væri ekki alveg hæfileikalaus..bara svona í orðsins hefbundan skilningi.. en gott að vita að þú og þá þinn rass hafið trú á mér :)

eks sagði...

STAY AWAY from the FRAUD POWDER!!! Ekki fór það nú vel með hann ;) Pabbi minn sagði það nú um þig að þú þyrftir enga týpíska hæfileika til að vera "sombody" þú bara ert það ;) Ég spila bara á hljóðfæri af því að ég var nú svoldið mikill nörd.....samt er ég ekki en "sombody"!! ergo?

OG ég sakna þín og þarf að fara að fá siggutíma til að plana NYC ferðina mína og gefa þér stórt KNÚS ahhhh

Sigga Dögg sagði...

elsku elsan mín... VÁVÁVÁ hvað ég er til í knús og NYC planning...gaman gaman!!! þú bara bjallar og ég stekk með þér sætastan mín :)
en já...gott heimspeki ergo hjá þér... en þú ert nú samt í mega kúl hljómsveit elsan mín...því má nú ekki gleyma... OG þú varst allt annað en NÖRD þegar ég kynntist þér...hmmm ;)

eks sagði...

hehehehe enda spilaði ég ekki þegar ég hitti þig, þá var ég í "pásu" ;) Tek þig á orðinu, verð í bandi :) þá meina ég SAMbandi!